Harry og Meghan fagna þriggja ára brúðkaupsafmæli

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja gengu í það heilaga fyrir …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja gengu í það heilaga fyrir þremur árum. AFP

Í dag, 19. maí, eru þrjú ár liðin frá brúðkaupi Harrys Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex. Harry og Meghan hafa gefið hvort öðru litlar gjafir á brúðkaupsafmælum síðustu tvö ár. 

Á fyrsta brúðkaupsafmælinu sem kennt er við pappír lét Meghan ramma inn ræðuna sem presturinn fór með við athöfnina. Á öðru brúðkaupsafmælinu, sem kennt er við bómull, gáfu þau hvort öðru gjafir úr bómull. 

Nú fagna þau leðurbrúðkaupsafmæli og því má gera ráð fyrir að þau muni gefa hvort öðru eitthvað úr leðri. Leður er tákmynd einhvers sem verður betra með tímanum. 

Í dag tilkynntu þau einnig að góðgerðarstofnun þeirra, Archewell Foundadtion, stefndi að því að byggja hjálparmiðstöð á Indlandi í samstarfi við World Central Kitchen.

Harry og Meghan hafa gefið hvort öðru litlar gjafir á …
Harry og Meghan hafa gefið hvort öðru litlar gjafir á brúðkaupsafmælum sínum. AFP
Í dag tilkynntu hjónin að þau ætla að reisa hjálparmiðstöð …
Í dag tilkynntu hjónin að þau ætla að reisa hjálparmiðstöð á Indlandi. OWEN HUMPHREYS
mbl.is