Heimili Cobains og Love til sölu

Hús sem Kurt Cobain og Courtney Love áttu heima í …
Hús sem Kurt Cobain og Courtney Love áttu heima í er til sölu í Los Angeles. AFP

Húsið sem tónlistarparið Kurt Cobain og Courtney Love gerðu að heimili sínu í Los Angeles er nú til sölu. Húsið er í slæmu ásigkomulagi og mun tilvonandi kaupandi þurfa að taka til hendinni. 

Stjörnuparið flutti inn í húsið árið 1992, árið sem dóttir þeirra Frances Bean fæddist. Ekki er vitað hversu lengi þau bjuggu í húsinu en Cobain svipti sig lífi árið 1994. Sagt er að Cobain hafi samið stóran hluta af Nirvana-plötunni In Utero í húsinu.

Húsið stendur við Alta Loma Terrace en það var byggt árið 1921. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, tvö á efri hæðinni og eitt á þeirri neðri. 

Ásett verð er 122 milljónir íslenskra króna. Fleiri myndir af húsinu má sjá á fasteignavef Sothesby Realty.

Húsið er illa farið.
Húsið er illa farið. Ljósmynd/Sothesby Realty
mbl.is