Missa sig yfir stæltum upphandlegg prinsins

Vilhjálmur Bretaprins var bólusettur á þriðjudag.
Vilhjálmur Bretaprins var bólusettur á þriðjudag. Skjáskot/Instagram

Vilhjálmur Bretaprins var bólusettur fyrir kórónuveirunni í vikunni. Myndin af honum fá sprautuna hefur vakið mikla athygli og hrannast inn athugasemdir um „stæltar byssur“ verðandi konungsins. 

„Á þriðjudag fékk ég minn fyrsta skammt af Covid-19-bóluefni. Til allra þeirra sem koma að bólusetningum: takk fyrir allt sem þið hafið gert og haldið áfram að gera,“ skrifaði prinsinn á Instagram við mynd af sér með beran upphandlegg. 

Aðdáendum hans virðist þó nokkuð sama um heilsu hans og bóluefni heldur einblína á beran upphandlegginn. 

„Þessar byssur samt,“ skrifaði einn. „Það er ekki að furða að hertogaynjan af Cambridge sé alltaf svona glöð,“ skrifaði annar. 

mbl.is