„Fallegar, eilítið stökkar og svo bráðna þær í munni“

Makkarónur eru vinsælar í veislum um þessar mundir.
Makkarónur eru vinsælar í veislum um þessar mundir.

Maxime Sauvageon flutti til Íslands fyrir tveimur árum og hefur síðan þá flutt inn franskar gæðavörur. Makkarónurnar sem hann býður upp á eru vinsælar á veisluborð. Hann er fæddur og uppalinn í Frakklandi og þótt hann kunni einstaklega vel við sig á Íslandi þá hefur hann haft ánægju af því að færa Íslendingum meira úrval þegar kemur að matvöru.

„Ég hef búið í Lyon og í París nær allt mitt líf, þar sem ég menntaði mig í viðskiptum. Ég á íslenska unnustu sem er ástæða þess að ég flutti til landsins. Þegar ég flutti til landsins stofnaði ég innflutningsfyrirtækið Kauptu betur, sem býður upp á gæðavörur á íslenskum markaði.“

Sauvageon segir Ísland einstaklega fallegt land og er ánægður með að búa hér. Hann hefur alltaf haft áhuga á mat enda úr mikilli matarfjölskyldu.

„Móðir mín er frábær kokkur og bróðir minn er kokkur. Ég ólst upp í Ardéche í Suður-Frakklandi þar sem ég var umkringdur ilmi af lavender, karamellu og sætum möndlum sem móðir mín notaði í baksturinn. Ég starfaði í átta ár fyrir matvælafyrirtæki í Frakklandi áður en ég flutti til Íslands, svo matur er mér ofarlega í huga. Góður vinur minn er bakari í Frakklandi og ákvað ég að flytja makkarónurnar hans til landsins þegar ég flutti hingað. Þær eru seldar í Mosfellsbakaríi og í Hagkaupum og svo er hægt að panta þær fyrir veislur í mínu fyrirtæki.“

Maxime Sauvageon er fæddur og uppalinn í Frakklandi.
Maxime Sauvageon er fæddur og uppalinn í Frakklandi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kökupíramídar vinsælir

Sauvageon segir Íslendinga duglega að panta stóra skammta af makkarónum fyrir veislur sínar.

„Við lánum kökupíramída sem hægt er að setja makkarónur á. Við bjóðum upp á 25 bragðtegundir og liti af makkarónum, sem gera einstaklega mikið fyrir veisluborðið. Það er hægt að velja á milli þess að hafa 60 makkarónur, 112 og 220 á píramídanum.“

Aðspurður um franskar hefðir þegar kemur að fermingarveislum þá segir hann vatnsdeigsbolluturna vinsæla, makkarónur og Dragée; sykraðar litríkar möndlur, ómissandi á veisluborðið.“

Hann segir að makkarónur færi lit og fegurð á veisluborðið og annaðhvort sé hægt að velja makkarónur í uppáhaldslit fermingarbarnsins, eða velja makkarónur sem eru bragðtegund sem barnið kann að meta.

Hvítar makkarónur eru klassískar og fallegar.
Hvítar makkarónur eru klassískar og fallegar.

Hann mælir með að hafðar séu makkarónur sem aðaleftirréttur í veislum eða til hliðar við aðrar kökur eða jafnvel makkarónur á kökur til skrauts.

„Ástæðan fyrir því að ég elska makkarónur er vegna þess að þær eru fallegar, eilítið stökkar og svo bráðna þær í munni.“

Makkarónur notaðar í myndatöku.
Makkarónur notaðar í myndatöku.
Glæsilegur turn af makkarónum þar sem allir ættu að finna …
Glæsilegur turn af makkarónum þar sem allir ættu að finna eitthvað fyrir sinn smekk.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »