Björk og nýi kærastinn í eina sæng

Alex Jallow og Björk Guðmundsdóttir.
Alex Jallow og Björk Guðmundsdóttir. Samsett mynd

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og nýi maðurinn í lífi hennar, kokkurinn Alex Jallow, standa saman að viðburði í Hannesarholti á laugardagskvöldið. Björk þeytir skífum en veitingastaðurinn Ogolúgó sér um afrískan mat. Í apríl fréttist af sambandi þeirra Bjarkar og Alex. 

„Afrískur andi svífur yfir vötnunum í Hannesarholti laugardagskvöldið 29. maí, þar sem Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona þeytir skífum við afríska matargerð Ogolúgó,“ segir í fréttatilkynningu frá Hannesarholti. Svo vill til að Alex er eigandi Ogolúgó. „Gestir geta dansað við taktfasta tónlistina eða setið og rabbað saman. Takmarkað miðaframboð, miðasala á tix.is.“

Í mars kom fram á facebooksíðu Ogolúgó að veitingastaðnum á Laugavegi hefði verið lokað. Ferðalag staðarins væri þó rétt að byrja. Nú gefst matgæðingum tækifæri til að smakka matinn frá Ogolúgó í Hannesarholti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál