Björk og nýi kærastinn í eina sæng

Alex Jallow og Björk Guðmundsdóttir.
Alex Jallow og Björk Guðmundsdóttir. Samsett mynd

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og nýi maðurinn í lífi hennar, kokkurinn Alex Jallow, standa saman að viðburði í Hannesarholti á laugardagskvöldið. Björk þeytir skífum en veitingastaðurinn Ogolúgó sér um afrískan mat. Í apríl fréttist af sambandi þeirra Bjarkar og Alex. 

„Afrískur andi svífur yfir vötnunum í Hannesarholti laugardagskvöldið 29. maí, þar sem Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona þeytir skífum við afríska matargerð Ogolúgó,“ segir í fréttatilkynningu frá Hannesarholti. Svo vill til að Alex er eigandi Ogolúgó. „Gestir geta dansað við taktfasta tónlistina eða setið og rabbað saman. Takmarkað miðaframboð, miðasala á tix.is.“

Í mars kom fram á facebooksíðu Ogolúgó að veitingastaðnum á Laugavegi hefði verið lokað. Ferðalag staðarins væri þó rétt að byrja. Nú gefst matgæðingum tækifæri til að smakka matinn frá Ogolúgó í Hannesarholti. 

mbl.is
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Guðrún Arnalds - Darshan
Guðrún Arnalds - Darshan
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda