„Ég elska þig Birkir Bjarnason“

Sophie Gordon og Birkir Bjarnason eru ástfangin.
Sophie Gordon og Birkir Bjarnason eru ástfangin. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Birkir Bjarnason fagnar 33 ára afmæli í dag. Kærasta hans, fyrirsætan Sophie Gordon, gleymdi ekki að óska sínum manni til hamingju og játar ást sína á samfélagsmiðlinum Instagram. 

„Ef ég er spurð hvort ég hafi fundið hinn fullkomna mann segi ég JÁ. Til hamingju með afmælið elskan mín. Ég gæti ekki beðið um betri lífsförunaut sem hefur núna fylgt mér í tvö ár. Skál fyrir árunum 33 og mörgum ævintýrum í viðbót. Ég elska þig Birkir Bjarnason,“ skrifaði Sophie á blöndu af frönsku, ensku og íslensku. 

Birkir og Sophie eru dugleg að ferðast saman og birti Sophie myndir af ævintýrum þeirra í útlöndum. Parið ferðast ekki bara erlendis þar sem þau komu til Íslands í ágúst og ferðuðust um landið. 

mbl.is