Gylfi Þór kaupir fiskibát og gerir út frá Sandgerði

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson gáfu dóttur sinni …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson gáfu dóttur sinni sjaldgæft nafn.

Hinn nýbakaði faðir og leikmaður Everton FC, Gylfi Þór Sigurðsson, hefur fest kaup á fiskibáti ásamt föður sínum og bróður er fram kemur á vef Fiskifrétta. 

Um er að ræða Cleopatra Fisherman 40BB sem er 11,99 metra löng og mælist 29,5 bt. að stærð. 

„Við erum rétt að byrja. Búnir að fara í prufuróðra og þetta lofar góðu,“ segir Sigurður Aðalsteinsson sem stendur að útgerðarfélaginu Blakknesi sem gerir Huldu GK út ásamt sonum sínum Ólafi Má Sigurðssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni.

„Mannskapurinn er að læra á bátinn og fá allt til þess að virka rétt. Þessir túrar hafa gengið fínt fram til þess og menn eru að fá sniglana og kælikerfið til að virka og nú er það komið í gott lag,“ segir Sigurður.

Gylfi Þór eignaðist frumburð sinn á dögunum með eiginkonu sinni, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. 

Hér getur þú lesið fréttina í heild sinni. 

mbl.is