Björgólfur Thor framleiðir sitt eigið áfengi

Björgólfur Thor Björgólfsson er farinn að framleiða handgert áfengi.
Björgólfur Thor Björgólfsson er farinn að framleiða handgert áfengi.

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ástríðu fyrir góðum vínum. Árið 2020 stofnaði hann vörumerkið The Lost Explorer Mezcal ásamt David Rothschild sem er breskur athafna- og ævintýramaður sem hefur látið sig mikið varða um framtíð norðurslóða. Um er að ræða 100% handunnið áfengi sem er gert úr 100% agaveplöntum sem eru ræktaðar í Valles Centrales í Oaxaca í Mexíkó.

Að sögn Björgólfs og Rothschild er varan umhverfisvæn. Flöskurnar eru allar búnar til úr endurunnu gleri og eru hnausþykkar. Þegar vökvinn sjálfur er búinn til er notað filterað regnvatn, endurunninn viður og þrjár agave plöntur eru gróðursettar fyrir hverja eina sem bruggað er út. Agave úrgangurinn er notaður í áburð og sólarsellur settar upp til að framleiða orku fyrir vélbúnað og upphitun á vatni. 

Björgólfur og Rothschild kynntust á Íslandi árið 2006 þegar sá síðarnefndi kom til Íslands í tengslum við hópinn Young Global Leaders.

„David var nýkominn frá Norður pólnum og vorum við svo heppnir að fá að verja nokkrum dögum saman,“ segir Björgólfur. 

Rothschild segir að þeir hafi fljótt áttað sig á því að þeir ættu margt sameiginlegt og að þeir hafi dregist hvor að öðrum og hafi síðan þá alltaf verið í sambandi. 

„Um nokkurt skeið hef ég búið hluta úr árinu á vesturströnd Bandaríkjanna. Vegna nálægðarinnar við Mexíkó hef ég reglulega verið umkrýndur fólki sem drekkur og nýtur Mezcal. Ég smakkaði fyrsta sopann af því árið 2009. Mér fannst drykkurinn vera með meiri dýpt og meiri karakter en margir aðrir. Ég var forvitinn að vita meira og deila þeirri forvitni með fjölskyldu og vinum,“ segir Rothschild. 

Björgólfur segir hafa kynnst drykknum í gegnum vin sinn. 

„Hann bauð mér sopa af Mezcal þegar ég var í heimsókn hjá honum í Los Angeles. Ég var efins. En bragðið var einstakt og upp frá þessu fór ég að panta drykkinn þegar ég var að drekka. Því meira sem þú drekkur það, því meira sem þú spilar með það, því dýpri verður sagan,“ segir hann og rifjar upp þegar hann var staddur á Venice Beach í Kaliforníu á vinnustofu Rothschilds. 

„Ég var staddur í Los Angeles í tengslum við verkefnið Burning Man,“ segir Björgólfur og játar að honum hafi fundist drykkurinn frekar sláandi þarna í fyrstu. 

„Ég var ekki alveg viss hvað þetta var og ég man að ég hugsaði með mér að þetta væri einstakt og eins og ekkert sem ég hef nokkru sinni smakkað áður. Til að vera fullkomlega hreinskilinn, þá var ég ekki alveg að kaupa þetta. Engu að síður var ég forvitinn um að prófa meira, eins og David. Eitt sem við höfum getað gert með The Lost Explorer Mezcal er að skapa anda sem hefur minna af þessum bruna og hafa drykkinn eins mildan og mögulegt er. Það er miklu aðgengilegra,“ segir hann. 

David Rothschild.
David Rothschild.
The Lost Explorer Mezcal er komið til Íslands.
The Lost Explorer Mezcal er komið til Íslands.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál