Ebba Katrín og Oddur trúlofuð

Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson eru trúlofuð.
Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson eru trúlofuð. Samsett mynd

Leikaraparið Ebba Katrín Finnsdóttur og Oddur Júlíusson eru búin að trúlofa sig. Oddur fór á skeljarnar í Flatey um helgina. Ebba Katrín greindi frá trúlofuninni á samfélagsmiðlum í dag, mánudag. 

Parið sem er búið að vera saman í nokkur ár starfar saman hjá Þjóðleikhúsinu. Ebba Katrín fer með aðalhlutverkið í Rómeu og Júlíu eft­ir William Shakespeare í leik­stjórn Þor­leifs Arn­ar Arn­ars­son­ar á næsta leikári. Fresta þurfti frumsýningu verksins vegna kórónuveirunnar. Oddur leikur hins vegar ræningjann Jónatan í Kardemommubænum. 

Smartland óskar parinu til hamingju með ástina. 

mbl.is