Það sem þú borðar er 80% af árangrinum

Stór hluti af því sem Kate Hudson borðar er grænmeti.
Stór hluti af því sem Kate Hudson borðar er grænmeti. mbl.is/Instagram

Leikkonan Kate Hudson hefur nýtt tímann undanfarið í að koma sér í form. Hún er á því að 80% af árangrinum sé hvað hún borðar. Restin er hvernig hún æfir. 

Eitt er víst að leikkonan hefur sjaldan eða aldrei verið í eins góðu formi. Hún borðar mikið af grænmeti og býr til græna prótíndrykki sem hún drekkur inn á milli. 

Kate Hudson er dóttir Goldie Hawn og virðast þær líkar að því leyti að þær gera skemmtilegar æfingar en þær lifa engu sultarlífi. 

Hudson eignaðist dótturina Rani Rose með unnusta sínum Danny Fujikawa í október 2018. Fyrir á Hudson tvo syni. Hudson veit fátt dýrmætara en fjölskylduna og segir hún uppeldið ekki eiga að vera auðvelt. Nema síður sé. Svo verði mömmur að kunna að njóta. 

View this post on Instagram

A post shared by Kate Hudson (@katehudson)

mbl.is