Berbrjósta í nýjustu auglýsingunni fyrir Tamöru Mellon

Tamara Mellon skórnir fara líklegast ekki framhjá neinum þessa dagana.
Tamara Mellon skórnir fara líklegast ekki framhjá neinum þessa dagana. mbl.is/Instagram

Tamöru Mellon-skórnir fara líklegast ekki framhjá neinum um þessar mundir þar sem rússneska fyrirsætan Irina Shayk ákvað að kynna skóna nakin á strönd.

Mellon er frumkvöðull í tísku og var einn af stofnendum Jimmy Choo. Skórnir hennar þykja einstaklega fallegir.

Ljósmyndirnar birtast nú mánuði eftir að Shayk sást með Kanye West í rómantískri ferð í Frakklandi. Hún á dótturina Leu De Seine með fyrrverandi unnusta sínum Bradley Cooper. 

Að eiga kærustu sem kemur nakin fram til að kynna vörur er ekki nýtt fyrir West en Kim Kardashian þykir í fararbroddi á því sviði í heiminum.  

View this post on Instagram

A post shared by irinashayk (@irinashayk)

mbl.is