Delevingne lét gera píkugöng heima

Fyrirsætan Cara Delevingne á dásamlegt hús í Los Angeles.
Fyrirsætan Cara Delevingne á dásamlegt hús í Los Angeles. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Cara Delevingne á hús í Los Angeles sem er listaverki líkast. Það er litríkt og fallegt og búið öllu því sem ungar konur dreymir um að eiga. 

Eldhúsið er einstaklega fallegt þar sem innréttingin er blá og vönduð með marmaraborðplötu. 

Borðstofan er litrík en það sem vekur mesta eftirtekt er leikherbergi Delevingne. Inni í því er ýmislegt áhugavert; meðal annars glært píanó og píkugöng sem arkitektinn hannaði fyrir hana. Píkugöngin eru til að hugleiða í og komast í ró og næði. Þau ná frá leikherberginu inn í svefnherbergið hennar þar sem opið á göngunum herbergismegin minnir á þvottavél. 

Gucci-veggfóður er víða í húsinu, blóm og ýmislegt annað fallegt sem gaman er að sjá. 

mbl.is