76 ára og ætlar að eldast með stíl

Norma Kamali ætlar að eldast með stíl. Hún varð 76 …
Norma Kamali ætlar að eldast með stíl. Hún varð 76 ára nýverið. mbl.is/Instagram

Rithöfundurinn og tískuhönnuðurinn Norma Kamali er ein þeirra sem er að eldast með stíl. Viðtöl við hana má finna á Goop  þar sem hún hvetur konur á öllum aldri áfram við að finna leiðina til að lifa í sátt við sig og umhverfið og að eldast vel.

Kamali varð nýverið 76 ára og segir lykilinn að góðu lífi vera að gera ráð fyrir því að verða betri með árunum.

Hún segir að með auknum aldri þroskist fólk. Sem dæmi hafi hún notað farða óhóflega mikið í æsku en svo þegar hún varð fimmtug hafi hún ákveðið að leyfa húðinni að anda. Hún borðar hollan mat og ástundar heilbrigðan lífsstíl.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um lífsstíl Kamali geta keypt bókina hennar I Am Invincible á Amazon

Hún segir að það taki lífið að kynnast sjálfum sér. Þegar hún var á milli tvítugs og þrítugs var hún með mikið sjálfstraust svona miðað við hvað hún vissi lítið. Þegar hún varð þrítug hafi svo tekið við áratugur þar sem hún hafi gengið í gegnum alls konar áskoranir og lært mikið af lífinu. Það var reynsla sem hafði mótandi áhrif á hana inn í framtíðina. 

„Þegar ég varð fertug uppskar ég mikið í lífinu. Ég var hugrökk og reynslumikil ung kona sem vissi hvað hún vildi.“

View this post on Instagram

A post shared by Norma Kamali (@normakamali)

mbl.is