Fræga fólkið ekki sérfræðingar í húðinni

Það vilja án efa margir vera með ljómandi fallega húð …
Það vilja án efa margir vera með ljómandi fallega húð líkt og Jennifer Lopez. mbl.is/AFP

Það hefur færst í aukana að fræga fólkið geri sína eigin húðlínu sem það svo selur í verslanir víða um heiminn. Fyrirsætan Cindy Crawford gerði sína eigin línu árið 2005. Jennifer Lopez og Kendall Jenner hafa einnig fylgt í þau fótspor. 

Insider fjallar um málið og þá hlið að margar stjörnur eru ekki að segja sannleikann þegar kemur að húðinni sinni. Sumir eru að borða einstaklega hollan mat og hafa aðgang að alls konar aðgerðum sem halda húðinni unglegri. 

Dr. Azadeh Shirazi segir að það sé harla ólíklegt að Jennifer Lopez geti þakkað ólífuolíu fyrir það hversu ungleg húðin hennar er. Ólífuolía getur stíflað húðina og margir geta sýnt ofnæmisviðbrögð við henni. 

„Það eru engar rannsóknarniðurstöður sem sýna að ólífuolía haldi húðinni unglegri. Ef maður skoðar sérstaklega húðina á Jennifer Lopez þá sýnist mér ljósmyndirnar sýna að hún hefur fengið aðstoð frá húðsjúkómalækni,“ segir dr. Shirazi. 

„Fræga fólkið er vanalega ekki sérfræðingar í húðinni svo þeir sem leita einungis í vörur þess gætu lent í vanda. Eins getur verið vandasamt að blanda ólíkum húðvörum saman.“

Húð hvers og eins er mismunandi og er vanalega viðkvæm. Ekki skyldi nota of margar tegundir á andlitið. Eins getur verið gott að fá ráð frá sérfræðingum að mati dr. Shirazi.

mbl.is