Unnur Eggerts trúlofuð

Unnur Eggerts og unnusti hennar Travis.
Unnur Eggerts og unnusti hennar Travis. skjáskot/Instagram

Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir er trúlofuð. Travis, nú unnusti hennar, fór á skeljarnar á afmælisdeginum hennar, sem var í gær. 

Unnur segir frá gleðifréttunum í færslu á Instagram í dag og birti fallegar myndir af bónorðinu sem voru teknar í leyni. 

„Besti afmælisdagur í heimi. Hlakka til að eyða ævinni með besta, fyndnasta, sætasta vini mínum. Litli pjakkurinn sem var búinn að heyra í minni „bestustu“ bestu Evu Dögg, fá vin okkar til að taka sneaky myndir og heimsækja hótelið nokkrum sinnum til að passa að tímasetningin á sólsetrinu væri fullkomin. Ég bara datt í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn svo heitt að ég gæti sprungið,“ skrifar Unnur í færslu sinni. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is