Þórhildur Sunna og Rafal giftu sig

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir gekk að eiga Rafal Orpal þann 7. …
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir gekk að eiga Rafal Orpal þann 7. júlí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingiskonan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Rafal Orpel gengu í hjónaband á miðvikudaginn. Athöfnin fór fram í garðinum heima hjá þeim. 

Þórhildur segir frá brúðkaupinu í færslu á Facebook. „7.7. er dagurinn sem við byrjuðum saman fyrir þremur árum og því réttur dagur til þess að játast hvort öðru. Ég er ótrúlega hamingjusöm eiginkona enda ekki hægt að hugsa sér betri eiginmann,“ skrifar Þórhildur. Hún segir að þau hafi ekki getað beðið með að gifta sig en stefni á að halda brúðkaupsveisluna á næsta ári. 

Inga Auðbjörg Straumland gaf þau saman en hún er trúlofuð Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Þórhildur þakkaði henni fyrir að stökkva til með engum fyrirvara.

Það má með sanni segja að þetta hafi verið árið þeirra Þórhildar og Rafals en í febrúar síðastliðnum eignuðust þau sitt fyrsta barn, soninn Anton Örn Orpel. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál