María Birta og Elli giftu sig eftir 9 mánaða samband

Leikkonan María Birta birti brúðkaupsmynd af sér og eiginmanni sínum …
Leikkonan María Birta birti brúðkaupsmynd af sér og eiginmanni sínum Ella Egilssyni á Instagram. Skjáskot/Instagram

Hjón­in María Birta Bjarna­dótt­ir leikkona og Elli Eg­ils­son listamaður fögnuðu sjö ára brúðkaupsafmæli í gær í Las Vegas. Þau voru ekki búin að vera lengi saman þegar þau tóku stórar ákvarðanir um samband sitt en hjónabandið hefur engu að síður verið farsælt. 

„Við urðum kærustupar í gegnum netið eftir 5 daga spjall, fluttum til LA eftir 90 daga saman og gift eftir aðeins 9 mánuði,“ skrifaði María Birta á Instagram og birti fallega brúðkaupsmynd með. „Þegar þú veist þá veistu.“

Sjö ára brúðkaupsafmæli kallast ullarbrúðkaup og óskar Smartland þeim til hamingju með daginn í gær. 

View this post on Instagram

A post shared by María Birta (@mariabirta)

mbl.is