Svakaleg helgi fram undan hjá áhrifavöldunum

Sunneva, Kristín, Birgitta, Hildur og Magnea virðast ætla að skemmta …
Sunneva, Kristín, Birgitta, Hildur og Magnea virðast ætla að skemmta sér vel um helgina. Samsett mynd

Áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir, Ástrós Traustadóttir og Magnea Björg Jónsdóttir virðast ætla að skemmta sér vel um verslunarmannahelgina ef marka má drykkjuspil sem þær stöllur undirbjuggu í gær. 

Birgitta sýndi frá spilinu í story á instagram og virðist það að meginhluta, líkt og drykkjuleikir almennt, ganga út á að drekka mikið áfengi á stuttum tíma og hafa gaman.

Á spjaldinu má meðal annars finna reiti þar sem allar stelpur eiga að drekka, elsta manneskjan á að drekka eða kasta upp á að drekka eitt eða tvö skot. Þar má líka finna glensreiti þar sem á meðal annars að tala með „Love Island“-hreim heila umferð, gera símaat eða gera partítrikk.

Vinkonuhópurinn hefur verið duglegur að gera sér dagamun saman undanfarið árið. Í vetur fóru þær til dæmis í skíðaferð norður í land og héldu þemapartí.

Ýmislegt skemmtilegt má finna í drykkjuleik vinkonuhópsins.
Ýmislegt skemmtilegt má finna í drykkjuleik vinkonuhópsins. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is