Fernt sem þú vissir ekki um Jackie Kennedy

Jackie Kennedy hefði orðið 92 ára hefði hún lifað.
Jackie Kennedy hefði orðið 92 ára hefði hún lifað.

Jacqueline Kennedy Onassis, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hefði orðið 92 ára 28. júlí síðastliðinn hefði hún lifað. Jackie, eins og hún var ætíð kölluð, var dáð og dýrkuð af bandarísku þjóðinni, bæði fyrir viðmót sitt og tískustíl sem hefur staðist tímans tönn. 

Jackie var gift John F. Kennedy Bandaríkjaforseta frá 1953 til dauðadags hans árið 1963. Hún giftist síðar Aristotle Onassis og tók nafn hans líka. Jackie lést 19. maí árið 1994, 64 ára að aldri.

Hún var að mestu leyti írsk, ekki frönsk

Fæðingarnafn hennar var Jacqueline Bouvier og koma bæði nöfnin úr frönsku. Þau eru líka borin fram með frönskum hreim. Jackie talaði sjálf frönsku og fagnaði frönsku ætterni sínu meðal annars þegar hún sat til borðs með Charles de Gaulle í Versölum.

Jackie var hins vegar bara 1/8 frá Frakklandi. Móðir hennar Janet Lee var að öllu leyti ættuð frá Írlandi, komin af írskum innflytjendum sem flúðu Cork og írsku kartöfluhungursneyðina árið 1852. Nafnið fékk hún frá föður sínum, sem var frá Skotlandi og Englandi. 

Hún vann á Vogue en hætti á fyrsta degi

Áður en Jackie kynntist hinum unga J.F.K. og flutti í Hvíta húsið í Washington starfaði hún á tískutímaritinu Vogue, en þó bara í einn dag. Hún var ráðin sem blaðamaður þegar hún var 21 ára eftir að hún sigraði í ritgerðakeppni árið 1951. Hlaut hún sex mánaða starf á skrifstofum tímaritsins í Manhattan og sex mánaða starf í París. 

Jackie sagði upp störfum fyrir hádegi á fyrsta deginum sínum og sagt var að hún hefði metið það svo að ómögulegt væri fyrir hana að finna tilvonandi eiginmann í þessari vinnu. Hvort það hafi legið fyrir henni eða ekki er óvíst, en hún kynnist framtíðareiginmanni sínum í næsta starfi sem pistlahöfundur á Washington Times-Herald.

Jackie Kennedy Onassis gekk að eiga John F. Kennedy árið …
Jackie Kennedy Onassis gekk að eiga John F. Kennedy árið 1953.

Hún giftist næstum því öðrum manni

Áður en Jackie kynntist J.F.K. trúlofaðist hún viðskiptamanninum John Husted, árið 1952. Hún sleit trúlofuninni eftir þrjá mánuði.

Hún bjargaði Dendur-hofi

Jackie var mikill sögu- og listunnandi og sá til dæmis til þess að Grand Central Station í New York og Lafayette Square í Washington yrðu varðveitt. Það sem færri vita er að hún barðist fyrir varðveislu Dendur-hofs sem er nú á Metropolitan-listasafninu í New York. Við byggingu Aswan-stíflunnar í Egyptalandi lá fyrir að Dendur-hof auk fleiri minja myndi hverfa í uppistöðulónið. Hún hvatti því eiginmann sinn til að verja háum upphæðum í varðveislu þeirra og var boðið að velja eitt verkefni til að bjarga árið 1963. Hofið var sett upp á safninu í New York árið 1979.

Vogue

Jackie Kennedy og John F. Kennedy.
Jackie Kennedy og John F. Kennedy. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál