Gift í 19 ár og aldrei hamingjusamari

Júlía Roberts gift í 19 ár
Júlía Roberts gift í 19 ár AFP

Óskarsverðlaunahafinn Julia Roberts og eiginmaður hennar, kvikmyndatökumaðurinn Danny Moder, fögnuðu 19 ára brúðkaupsafmæli á dögunum. Myndir náðust af hjónunum í Los Angeles-borg á dögunum þar sem þau leiddust í kvöldgöngu með hundinn sinn.

Roberts og Moder birtu bæði myndir af sér á instagramreikningum sínum þar sem þau fagna ástinni og hjónabandinu. Leikkonan tekur sjálfu af þeim þar sem hún er með appelsínugula kjúklinga-derhúfu, sólgleraugu og í kremaðri blússu með mynstri. Hún vefur Moder í strandteppi. „19 ár. Þetta er rétt að byrja,“ skrifaði Roberts.

Moder birtir hins vegar ákaflega fallega mynd af þeim saman sem hann tók áður en þau giftu sig. „Í dag byrjum við tuttugasta árið okkar saman í hjónabandi. Þessi mynd var tekin á rykugum vegi áður en stóra ákvörðunin var tekin, þá naut ég samveru með þessari fallegu stelpu einn dag í einu. Einn magnaðan dag í einu,“ skrifaði Moder við sína mynd.

Daily Mail

View this post on Instagram

A post shared by modermoder (@modermoder)

mbl.is