Héldu brúðkaup ársins án allra takmarkana

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Einar Friðriksson gengu í hjónaband …
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Einar Friðriksson gengu í hjónaband í Landakotskirkju 3. júlí 2021. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Einar Friðriksson læknakandídat gengu í það heilaga í Landakotskirkju 3. júlí síðastliðinn. Þau héldu heljarinnar veislu í Gamla bíói um kvöldið og duttu heldur betur í lukkupottinn þar sem engar takmarkanir vegna heimsfaraldursins voru í gildi þá helgi. 

„Dagurinn hafði verið sérstaklega valinn tæpum tveimur árum á undan eingöngu vegna þesss að dagsetningin innihélt allar lukkutölurnar okkar sem klárlega skiluðu sínu. Enda gátum við varla verið heppnari með tímasetningu eða veðurblíðu,“ segir Alda María. 

Faðir Öldu, Vilhjálmur Egilsson, fylgdi henni upp að altarinu en það er ekki siðurinn í kaþólskum brúðkaupum. „Þetta er vegna þess að í kaþólskri trú er mikið lagt upp úr því að tryggja að tilvonandi brúðhjón séu að gifta sig af fúsum, frjálsum og upplýstum vilja án þess að einhver þrýstingur sé til staðar og til marks um það á brúðurin tæknilega séð að ganga ein inn. Ég ákvað samt að biðja hann pabba að fylgja mér inn, ef ekki bara til að tryggja að ég myndi ganga staðfastlega inn gólfið en ekki hlaupa til Einars af spenningi,“ segir Alda.

Þegar Alda og faðir hennar gengu inn kirkjugólfið ómaði fiðlu- og sellóútgáfa af laginu Can't help falling in love með Elivs Presley en lagið rákust þau Einar á fyrir tilviljun vikuna áður. „Við vissum þá samstundis að þetta lag væri rétta og eina lagið sem kæmi til greina sem undirspilið þegar ég og pabbi gengjum inn. Enda fá lög sem ná því betur hvernig það er að vera ástfanginn upp fyrir haus,“ segir Alda.

Einar Friðriksson og Friðrik Baldursson faðir brúðgumans.
Einar Friðriksson og Friðrik Baldursson faðir brúðgumans. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Faðir Öldu Maríu gekk með henni upp að altarinu þó …
Faðir Öldu Maríu gekk með henni upp að altarinu þó það sé ekki venjan í kaþólskum brúðkaupum. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Einar Friðriksson, brúðguminn, fylgist með brúðurinni ganga inn. Erla Guðmundsdóttir, …
Einar Friðriksson, brúðguminn, fylgist með brúðurinni ganga inn. Erla Guðmundsdóttir, móðir hans, stendur fyrir aftan hann til hægri. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Ásdís Gunnarsdóttir kjólameistari í brúðarkjólaversluninni Loforð hannaði kjól Öldu.
Ásdís Gunnarsdóttir kjólameistari í brúðarkjólaversluninni Loforð hannaði kjól Öldu. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Sigurður Helgi Birgisson, Hrafn Dungal Hrafnsson, Þengill Björnsson.
Sigurður Helgi Birgisson, Hrafn Dungal Hrafnsson, Þengill Björnsson. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Össur Skarphéðinsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson
Össur Skarphéðinsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Kristján Jónsson og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir.
Kristján Jónsson og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Ársæll Jónsson, Ástríður J. Ólafsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds.
Ársæll Jónsson, Ástríður J. Ólafsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, systir brúðarinnar.
Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, systir brúðarinnar. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Diljá Mist Einarsdóttir, Elísabet Inga Sigurðardóttir í bakgrunn.
Diljá Mist Einarsdóttir, Elísabet Inga Sigurðardóttir í bakgrunn. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Brúðurinn, Salóme Ósk Jónsdóttir og Vala Fanney Ívarsdóttir.
Brúðurinn, Salóme Ósk Jónsdóttir og Vala Fanney Ívarsdóttir. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Jón Birgir Eiríksson.
Jón Birgir Eiríksson. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Jón Magnússon og Margrét Þórdís Stefánsdóttir.
Jón Magnússon og Margrét Þórdís Stefánsdóttir. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Fyrsti dansinn.
Fyrsti dansinn. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Jóhannes Bjarki Urbancic og Tómas Ingi …
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Jóhannes Bjarki Urbancic og Tómas Ingi Shelton. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Hrafn Dungal Hrafnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jónína Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson …
Hrafn Dungal Hrafnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jónína Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Janus Arn Guðmundsson. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Tryggvi Másson, Erla María Tölgyes, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón …
Tryggvi Másson, Erla María Tölgyes, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Birgir Eiríksson. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, brúðurinn og Karólína Íris Jónsdóttir.
Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, brúðurinn og Karólína Íris Jónsdóttir. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Ástríður Jósefína Ólafsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds.
Ástríður Jósefína Ólafsdóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Jónína Sigurðardóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Elísabet …
Jónína Sigurðardóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Elísabet Inga Sigurðardóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Friðrik Þór Gunnarsson, Gunnar Smári Eggertsson Claessen og Steinar Ingi …
Friðrik Þór Gunnarsson, Gunnar Smári Eggertsson Claessen og Steinar Ingi Kolbeins. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Efri röð: Bryndís Lára Halldórsdóttir, Agnar Þórður Úlfsson, Auður Ólafsdóttir, …
Efri röð: Bryndís Lára Halldórsdóttir, Agnar Þórður Úlfsson, Auður Ólafsdóttir, Anna Alexandra Haraldsdóttir, Hildur Ólafsdóttir, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson. Neðri röð: Ellert B. Schram og Jóhann Páll Ástvaldsson. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
Egill Þór Jónsson, Hrafn Dungal, Sigurður Helgi Birgisson og Þengill …
Egill Þór Jónsson, Hrafn Dungal, Sigurður Helgi Birgisson og Þengill Björnsson. Ljósmynd/Laimon­as Dom Baranauskas
mbl.is