Með hálsmen fyrir tæpa hálfa milljón

Meghan Markle hertogaynja er með tvö falleg hálsmen sem eru …
Meghan Markle hertogaynja er með tvö falleg hálsmen sem eru stjörnumerki barna hennar og Harry Bretaprins. mbl.is/Archewell

Meghan Markle hertogaynja er með tvö falleg hálsmen sem eru tileinkuð börnum hennar og Harrys Bretaprins í nýlegu myndbandi sem hún birti að tilefni 40 ára afmælisins. Hálsmenin eru hönnuð af skartgripahönnuðinum Logan Hollowell og kosta tæpa hálfa milljón króna saman. 

Logan Hollowell Taurus er hálsmen sem táknar stjörnumerkið nautið. Það er gert úr 14 karata gulli og skreytt demöntum. Hálsmenið kostar 1.600 dollara eða í kringum 199.900 krónur. 

Logan Hollowell Taurus hálsmenið táknað nautsmerkið.
Logan Hollowell Taurus hálsmenið táknað nautsmerkið. mbl.is/Logan Hollowell

Logan Hollowell Gemini er hálsmen sem táknar stjörnumerkið tvíbura. Það er gert úr 14 karata gulli og er skreytt demöntum. Hálsmenið kostar 1.785 dollara eða í kringum 222.000 krónur. 

Logan Hollowell gemini hálsmenið táknar tvíburamerkið.
Logan Hollowell gemini hálsmenið táknar tvíburamerkið. mbl.is/ Logan Hollowell

Skartgripahönnuðurinn notar endurgert gull í framleiðslu sína og demanta sem hægt er að rekja. Öll umgjörð fyrirtækisins er umhverfisvæn. 

Archie fæddist í nautsmerkinu og Lilibet er tvíburi. 

Hálsmenin þykja einstaklega falleg og er vinsælt um þessar mundir að vera með skartgripi sem tákna fæðingu barnanna í fjölskyldunni.

mbl.is