Björn Ingi skákaði þríeykinu

Björn Ingi Hranfsson var með rúmar fjórar milljónir í mánaðartekjur …
Björn Ingi Hranfsson var með rúmar fjórar milljónir í mánaðartekjur á síðasta ári. Samsett mynd

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson var með 4.029.203 krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári ef marka má Tekjublað DV sem kom út í dag. Björn Ingi er ritstjóri Viljans og hefur verið framarlega í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn hér á Íslandi. Á síðasta ári gaf hann einnig út bókina Vörn gegn veiru sem fjallaði um framgang veirunnar hér á Íslandi. 

Athygli vekur að Björn Ingi er með hærri tekjur en þau sem skipa þríeykið svokallaða, þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Tekjur Ölmu námu 1.819.037 krónum á mánuði á síðasta ári og var hún tekjuhærri en þeir Þórólfur og Víðir. Á árinu 2020 námu tekjur Þórólfs 1.733.987 á mánuði og Víðir var með 1.417.203 krónur. 

Tekjur Björns Inga slaga því hátt upp í tekjur þríeykisins samanlagt á síðasta ári en þau voru samanlagt með 4.970.227 krónur á mánuði að meðaltali.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál