Jolie ljóshærð og geislandi í Eternals

Angelina Jolie er ljóshærð og geislandi í nýju Marvel ofurhetjumyndinni …
Angelina Jolie er ljóshærð og geislandi í nýju Marvel ofurhetjumyndinni Eternals. mbl.is/YouTube

Leikkonan Angelina Jolie er glæsileg í túlkun sinni á hinni fjögur þúsund ára gömlu Thenu í Sögu hinna eilífu (e. Eternals) sem sýnd verður í kvikmyndahúsum í nóvember. Marvel frumsýndi stikluna í vikunni en leikkonan fer með aðalhlutverkið ásamt þeim Sölmu Hayek, Kit Harington, Richard Madden og Gemmu Chan svo einhverjir séu nefndir. 

„Við höfum elskað þetta fólk síðan við komum hingað. Ef þú elskar eitthvað, þá verndarðu það,“ segir Angelina Jolie í myndinni. 

mbl.is