Skúli eignast hótel fyrrverandi eiginkonu sinnar

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen eiga nú Bárugötu 11 …
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen eiga nú Bárugötu 11 í Reykjavík. Samsett mynd

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW, og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen hafa eignast Bárugötu 11 í miðbæ Reykjavíkur. 

Félagið BG11 ehf. eignaðist húsið í sumar en það var áður í eigu S9 ehf. sem er í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu og barnsmóður Skúla. BG11 ehf. er í eigu Skúla og Grímu. Eiríkur Jónsson greindi fyrst frá.

Húsið hefur undanfarin ár verið rekið sem hótel, síðast sem Hótel Hilda og þar áður Ísafold. Húsið er 456 fermetrar að stærð. Það var lengi til sölu hjá Borg fasteignasölu, frá því í desember á síðasta ári og fram í apríl á þessu ári þegar það var tekið af skrá. Óskað var eftir tilboði í húsið.

Skúli og Gríma hafa nú þegar sótt um að breyta innra skipulagi hússins og breyta því úr gististað í einbýli. Þá ætla þau að fækka herbergjum í húsinu, en 15 herbergi eru í því sem stendur. Leyfisbeiðnin var samþykkt á síðasta afgreiðslufundi byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál