Knattspyrnukonur giftu sig á Laugardalsvelli

Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir gengu í hjónaband á laugardag.
Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir gengu í hjónaband á laugardag. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnukonurnar fyrrverandi Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir gengu í hjónaband um helgina. Athöfnin fór fram á þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvelli, sem er viðeigandi fyrir knattspyrnukonurnar. 

Helena og Guðlaug hafa þekkst lengi en þær spiluðu með KR og fögnuðu meðal annars Íslandsmeistaratitli saman árin 1998 og 1999. Guðlaug spilaði lengi með landsliðinu og á að baki 56 leiki fyrir Íslands hönd. Helena er einn reyndasti þjálfarinn í kvennaknattspyrnu á Íslandi í dag og hefur meðal annars þjálfað lið Vals, ÍA og ÍR.

Helena birti fallegar myndir og myndband úr brúðkaupi þeirra Guðlaugar í gær. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál