Róbert kvæntist í hvítum jakka

Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í hjónaband í gær …
Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í hjónaband í gær í Frakklandi. Ljósmynd/christianothstudio

Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í hjónaband í Frakklandi í gær. Hann klæddist hvítum smókingjakka með svörtum boðungum og var með svarta slaufu. Hún klæddist hvítum blúndukjól og var með hvítt slör. 

Hjónin fengu einn eftirsóttasta blómahönnuð heims til að gera skreytingar í veisluna enda leggur parið mikið upp úr því að umbúðir séu glæsilegar. Blómahönnuðurinn heitir Jean Charles Vaneck og er á lista Vanity Fair yfir áhrifamestu blómaskreytingagæja heims. Brúðkaupsveislan sjálf var skipulögð af Sumptuous Events Paris.   

Hópur af Íslendingum var viðstaddur giftinguna. Þar á meðal Bjarki Diego lögmaður á BBA Legal og eiginkona hans, Svanhvít Birna Hrólfsdóttir; Auður Einarsdóttir og Ásbjörn Gíslason hjá Samskipum; Anna Margrét Jónsdóttir fyrrverandi fegurðardrottning og Árni Harðarson hægri hönd Róberts Wessman. Einar Bárðarson var einnig á meðal gesta og þar var líka Jökull Júlíusson í Kaleo en hann spilaði í veislunni.  

Ljósmynd/christianothstudio
Ljósmynd/christianothstudio
Ljósmynd/Frédéric Ieplat
Ljósmynd/christianothstudio
mbl.is