Brúðkaupsmynd Sigmundar Davíðs og Önnu komin í réttar hendur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var leystur út með sögulegri gjöf í dag þegar hann heimsótti Smartland. Um er að ræða ljósmynd úr brúðkaupi Sigmundar Davíðs sjálfs og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Myndin birtist á blaðaljósmyndasýningu og var í stafla með gömlum myndum á skrifstofu Morgunblaðsins eða þangað til henni var bjargað.

Síðan myndinni var bjargað hefur hún prýtt skrifstofu Smartlands og vakið kátínu og gleði alla daga. Því ekkert er fallegra en ástin í allri sinni dýrð.

Þótt myndin hafi yljað var þó alltaf markmiðið að myndin kæmist í réttar hendur og það gerðist í dag þegar Sigmundur Davíð kom í heimsókn. Hér fyrir neðan getið þið séð viðbrögð hans þegar hann fékk myndina í hendur. 

Undirrituð ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann fékk myndina afhenta.
Undirrituð ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann fékk myndina afhenta. mbl.is/Arnar Steinn Einarsson
mbl.is