Dóra og Egill skrá sig í samband

Egill Egilsson og Dóra Jóhannsdóttir eru nýtt par.
Egill Egilsson og Dóra Jóhannsdóttir eru nýtt par. Skjáskot/Facebook

Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og handritshöfundur, og Egill Egilsson flugmaður eru par. Dóra og Egill skráðu sig í samband á Facebook í gær og tilkynntu þar með formlega um samband sitt. 

Egill er flugmaður hjá Cargolux Airlines International S.A. en starfaði áður hjá Icelandair. Hann á tvo syni úr fyrra sambandi.

Dóra hefur unnið sem leikkona undanfarin ár en einnig skrifað handrit og kennt spuna. Hún á einn son úr fyrra sambandi. Dóra hefur talað opinskátt um baráttu sína við alkóhólisma og prýddi meðal annars forsíðu Vikunnar í júlí þar sem hún ræddi um baráttu sína.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is