Arnar Gauti og Berglind trúlofuð í París

Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Sif Valdemarsdóttir.
Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Sif Valdemarsdóttir.

Lífsstílshönnuðurinn og sjónvarpsstjarnan Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Sif Valdemarsdóttir kennari eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig á efstu hæð Effel-turnins í París þar sem þau voru stödd í fríi án barna á dögunum. 

Ef það er einhversstaðar viðeigandi að innsigla ást sína þá er það í borg ástarinnar, París sjálfri. Arnar Gauti og Berglind hnutu um hvort annað 2019 og eignaðist dóttur í fyrra. Það er því ekkert annað í stöðunni en að innsigla ástina. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina! 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál