Forseti Frakklands hringir í eiginkonuna á 90 mínútna fresti

Emmanuel Macron og Brigitte Macron.
Emmanuel Macron og Brigitte Macron. AFP

Nýútgefin ævisaga um forsetahjón Frakklands, Emmanuel og Brigitte Macron, varpar ljósi á mikla og ákafa ást þeirra, samheldni og tryggð. Þau eru sögð svo náin að þau geta varla verið án hvors annars í nokkrar klukkustundir.

„Hann hringir í hana á eins og hálftíma fresti,“ er haft eftir Gaël Tchakaloff, rithöfundi bókarinnar, sem fylgdi forsetahjónunum hvert fótmál við gerð bókarinnar. „Þau vita nákvæma stundaskrá hjá hvoru öðru og vita því mínútu fyrir mínútu hvað hinn aðilinn er að gera hverju sinni.“   

Aldursmunur hjónanna hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina þar sem Emmanuel er 24 árum yngri en Brigitte. Saga þeirra hófst þegar Brigitte kenndi Emmanuel í menntaskóla.

„Við vorum mjög heppin að rekast á hvert annað. Samband okkar varð til frá fyrsta degi – eins og því væri stýrt, svo sjálfsagt var það,“ segir í beinni tilvitnun frá forsetafrúnni.

Margir vilja tileinka Brigitte þá velgengni sem Emmanuel hefur hlotið í hans valdatíð í Frakklandi. En hún er sögð styðja vel við bak hans og sýnir honum skilyrðislausa ást hvað sem á dynur.

Ástin spyr ekki um aldur.

Brigitte Macron.
Brigitte Macron. AFP
Brigitte og Emmanuel Macron.
Brigitte og Emmanuel Macron. AFP
mbl.is