Aðdáendur fylgjast grannt með afturenda Kardashian

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Ýmsar vangaveltur hafa verið á meðal aðdáenda raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian um það hvort hún hafi látið fjarlægja fylliefni úr rasskinnum sínum. Kim hefur löngum orðið heimsfræg fyrir sinn einstaklega lögulega og eftirsóknarverða rass.

Fyrir stuttu síðan birtust myndir af henni í fjölmiðlum sem virtust sýna rass hennar mun minni en aðdáendur hennar eru vanir að sjá. Þessar myndir sköpuðu mikið umtal og létu lýtalæknar sér málið varða í fjölmiðlum þar ytra.

„Eitthvað hefur verið fjarlægt,“ sagði einn lýtalæknir í viðtali við OK! Magazine. „Annað hvort hefur hún látið fjarlægja fylliefni eða farið í fitusog til þess að minnka á sér afturendann.“ 

Kim Kardashian og sonur hennar. Aðdáendur tóku eftir að rass …
Kim Kardashian og sonur hennar. Aðdáendur tóku eftir að rass hennar hafi minnkað á þessari mynd. Skjáskot/The Sun.

Nú hefur ákveðinn viðsnúningur átt sér stað. Kim sást yfirgefa lýtalæknastöð í borginni Beverly Hills í vikunni og rass hennar leit út fyrir að vera nákvæmlega eins og hann hafði alltaf verið.

Það kann að vera að klæðnaður hennar hverju sinni skapi þessar getgátur aðdáenda hennar. Kim klæddist svörtum, þröngum íþróttabuxum þegar leið hennar lá inn í bíl sem stóð fyrir utan lýtalæknastöðina, sem mögulega hafa látið rass hennar líta út fyrir að vera bústnari sem aldrei fyrr.

Kim á leiðinni inn í bíl við lýtalæknastöðina. Hér virðist …
Kim á leiðinni inn í bíl við lýtalæknastöðina. Hér virðist allt vera komið í eðlilegt horf. Skjáskot/The Sun.
mbl.is