Matthías Tryggvi bað Brynhildar í Sky Lagoon

Matthías Tryggvi bað Brynhildar i Sky Lagoon í gær.
Matthías Tryggvi bað Brynhildar i Sky Lagoon í gær. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn og leikskáldið Matthías Tryggvi Haraldsson fór á skeljarnar í Sky Lagoon í gær og bað kærustu sína, tónlistarkonuna Brynhildi Karlsdóttur, að trúlofast sér.

Matthías Tryggva ættu flest að kannast við en hann er söngvari hljómsveitarinnar Hatara sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2019. Brynhildur hefur einnig látið að sér kveða á tónlistarsviðinu en hún er í hljómsveitunum Hormónum og Kvikindi.

Matthías og Brynhildur hafa verið saman um nokkurra mánaða skeið en þau opinberuðu ást sína í vor. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!mbl.is