Lásu ljótar athugasemdir um sjálfar sig

Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir lásu ljótar athugasemdir …
Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir lásu ljótar athugasemdir um sjálfar sig.

Raunveruleikastjörnurnar Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir hafa fengið holskeflu af ljótum athugasemdum yfir sig eftir að þær gáfu út þættina #Samstarf á Stöð 2 í haust. Sunneva og Jóhanna lásu nokkrar ljótar athugasemdir um sjálfar sig og þættina í myndbandi á Instagram.

Í þáttunum #Samstarf fara þær Sunneva og Jóhanna út fyrir þægindarammann sinn og vinna allskonar störf sem þær hafa ekki sinnt áður. 

„Uppblásnar bótoxdollur,“ skrifaði einn á Facebook um þær vinkonur. Þá sneru nokkrar athugasemdirnar einnig að því að þættirnir væru annað hvort eftirlíking af Simple Life með Paris Hilton og Nicole Richie eða Æði, sem þeir Patrekur Jamie, Binni Glee og Bassi Maraj eru stjörnurnar í. 

Vinkonurnar gefa þó lítið fyrir þessar athugasemdir en við myndbandið skrifa þær: „Fæst orð bera minnsta ábyrgð, be kind besties.“

mbl.is