Guðni Már Henningsson er látinn

Guðni Már Henningsson er látinn 69 ára að aldri.
Guðni Már Henningsson er látinn 69 ára að aldri. Ljósmynd/Snæfríður Ingadóttir

Fjölmiðlamaðurinn Guðni Már Henningsson er látinn, 69 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu á Tenerife á Spáni í gær. 

Guðni fæddist hinn 9. júní árið 1952. Hann var einn ástsælasti útvarpsmaður landsins og stýrði lengi Næturvaktinni á Rás 2. Einnig stýrði hann Popplandi á sömu útvarpsstöð. Árið 2018 fluttist hann til borgarinnar Santa Cruz á Tenerife.

Hann var einnig skáld og listamaður og sinnti þeim hugðarefnum alla sína ævi.

Útsendarar K100 ræddu við Guðna á Tenerife í fyrra. Hér má hlusta á viðtalið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál