Safna fyrir fjölskyldu Guðna Más

Guðni Már Henningsson.
Guðni Már Henningsson. mbl.is/Snæfríður Ingadóttir

Fjölskylda og vinir útvarpsmannsins Guðna Más Henningssonar hafa opnað styrktarreikning til að létta undir með fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Guðni lést á heimili sínu á Tenerife fyrr í vikunni. 

Guðni lætur eftir sig tvær dætur og einn dótturson. Eldri dóttir Guðna er nú stödd á Tenerife að undirbúa flutning hans heim til Íslands. 

Þau sem sjá sér fært að leggja dætrum hans og afastrák lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning. 

Reikningsnúmer: 0370-26-028576

Kennitala: 030594-2589

mbl.is