Helgi Ómars og Eva Ruza kryfja Bachelorette

Fyrsti þáttur af Rósinni er kominn í Sjónvarp Símans Premium, en þar fær Erna Hrund til sín góða gesti til að kryfja Bachelorette þátt vikunnar.

Það er enginn vafi á því að Bachelor og Bachelorette þættirnir eru vinsælasta raunveruleikaefni á Íslandi og því kærkomin viðbót fyrir íslenska Bachelor Nation að hlusta á sérfræðinga ræða þetta í þaula á sófanum hjá Ernu.

Það má enginn Bachelor aðdáandi láta þessa þætti framhjá sér fara!

mbl.is