Þórdís Björk og Júlí Heiðar eru nýtt par

Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru kærustupar.
Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru kærustupar.

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og leikarinn og tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson eru nýtt par. Hið lukkulega par hefur verið saman frá því í sumar.

Þórdís og Júlí eru bæði mikið leik- og tónlistarfólk en Þórdís er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands og fer með hlutverk Dídíar mannabarns í leikritinu Benedikt Búálfur sem sýnt er á Akureyri um þessar mundir. Þar að auki er hún í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum.

Júlí er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands og MA-gráðu í menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hann vinnur nú sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka og gaf nýverið út lagið Ástin heldur vöku. 

Þórdís og Júlí voru saman í bekk á leikarabrautinni í Listaháskólanum og hafa verið vinir lengi. Þá léku þau saman í leikritinu Vorið vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári.

Þórdís á einn son úr fyrra sambandi og Júlí á einnig einn son úr fyrra sambandi. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is