Einhleypir og eftirsóknarverðir

Þetta eru eftirsóknarverðustu einhleypu mennirnir á Íslandi í dag.
Þetta eru eftirsóknarverðustu einhleypu mennirnir á Íslandi í dag. Samsett mynd

Nú er hver að fara verða síðastur til að finna ástina fyrir jólin, enda gott að hafa þekkst í nokkrar vikur þegar fólk fer að velja jólagjafir til maka síns. Smartland Mörtu Maríu fór á stúfana og fann eftirsóknarverðustu einhleypu mennina á markaðnum í dag. 

Guðmundur Björn Þorbjörnsson

Guðmundur er fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og stýrir þáttunum Hádegið og Heimskviðum með miklum glæsibrag á Rás 1. Guðmundur er heimsspeki og guðfræðimenntaður og mikill áhuga um knattspyrnu. Þá þykir hann einstaklega geðgóður og skemmtilegur en hann var áður í sambandi með fótboltakonunni Elín Mettu Jensen.

Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Óttar Kolbeinsson Proppé

Óttar er blaðamaður á Vísi.is, Stöð 2 og Bylgjunni. Hann er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og þykir einstaklega vel máli farinn. Hann er það að auki með gott skopskyn. Faðir hans er Kolbeinn Óttarsson Proppé, fráfarandi þingmaður.

Óttar Kolbeinsson Proppé.
Óttar Kolbeinsson Proppé.

Stefán Fannar Stefánsson

Stefán Fannar er sölu- og viðskiptastjóri fyrirtækjamarkaða hjá Orku náttúrunnar. Stefán er mikill heimsborgari en hann bjó um árabil í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk MBA gráðu frá Copenhagen Business School.

Stefán Fannar Stefánsson.
Stefán Fannar Stefánsson.

Brynjar Steinn Gylfason

Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, er á lausu. Binni hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarin ár en hann sló í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði sem sýnir eru á Stöð 2. 

Brynjar Steinn Gylfason.
Brynjar Steinn Gylfason.

Egill Fannar Halldórsson

Egill Fannar er á lausu en hann var áður í sambandi með fegurðardrottninunni Tönju Ýr Ástþórsdóttur. Egill er hress og skemmtilegur. Hann er mikiill heimshornaflakkari og hefur verið á stöðugu flakki þetta árið. Hann er stofnandi og eigandi Gorilla Vöruhús og Wake Up Reykjavík. 

Egill Fannar Halldórsson.
Egill Fannar Halldórsson.

Hjalti Vigfússon

Sviðshöfundurinn Hjalti Vigfússon er á lausu. Hjalti er menntaður frá Listaháskóla Íslands og er um þessar mundir framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra í sýningunni Góðan daginn faggi í Þjóðleikhúsinu. Hjalti þykir með eindæmum skemmtilegur en hann hefur komið að skipulaginu Druslugöngunnar undanfarin ár.

Hjalti Vigfússon.
Hjalti Vigfússon.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er á lausu. Guðmundur náði kjöri til Alþingis í kosningunum nú í haust. Hann er einfaldur maður og leitar sér nú að kærasta sem á baðkar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kristinn Arnar Sigurðsson

Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar, betur þekktur sem Krassasig, er einhleypur. Kristinn hefur unnið náið með tónlistarkonunni Bríeti undanfarin ár og töfrar fram ótrúlegar sýningar með henni.

Krassasig.
Krassasig. Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is