Kristín Péturs komin með kærasta

Kristín Pétursdóttir, leikkona og áhrifavaldur, hefur fundið ástina. Sá heppni heitir Haukur Már Hauksson og er kokkur. Hann er einn af þeim sem rekur Yuzu-hamborgarastaðina ásamt Sindra Snæ Jenssyni og Jóni Davíð Davíðssyni. Hann hefur notið vinsælda á sínu sviði og hefur góða tilfinningu fyrir hvað virkar í íslenska veitingabransanum.

Parið birti fyrstu myndina af sér saman á Instagram á föstudagskvöldið en um helgina hafa þau verið á ferð og flugi. Kristín átti afmæli í gær og héldu þau upp á daginn á Bankastræti Club ásamt vinum sínum.

Kristín hefur verið mjög áberandi síðustu ár og er með um 21 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún hefur líka staðið á sviði Borgarleikhússins í sýningunni Mæður.

Smartland óskar parinu til hamingju með hvort annað enda er ekkert betra en að vera skotinn í einhverjum.


View this post on Instagram

A post shared by Haukur Már (@haukurchef)

mbl.is