Eyþóri leið eins og í tímavél

Eyþór Arnalds borgarfulltrúi tók fram sellóið og leið eins og …
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi tók fram sellóið og leið eins og hann hafi aldrei hætt í hljómsveitinni. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson

Það var einstök stemning í Hörpu þegar hljómsveitin Todmobile kom saman í fyrsta skipti í 15 ár. Hljómsveitin var upphaflega stofnuð 1988 af Eyþóri Arnalds söngvara og sellóleikara, Andreu Gylfadóttur söngkonu og Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni gítarleikara. Síðan þarna um árið hefur hljómsveitin þróast. 

Eyþór segir að það hafi verið upplifun að taka sellóið upp á ný og segir að það sé eins og þau hafi spilað saman síðast í gær, ekki fyrir 15 árum.

„Eyþór Ingi tók við mínu hlutverki sem söngvari ásamt Andreu en núna þegar Covid virtist vera að ljúka stakk Þorvaldur Bjarni upp á endurkomu sem gekk svo eftir í Hörpu. Sellóið var tekið upp á ný. Eldborg var þéttsetin og ekki var grímuskylda. Það var grímulaus gleði í salnum,“ segir Eyþór. 

Hvernig leið þér á sviðinu?
„Mjög vel enda mikil jákvæð orka á sviðinu og í salnum þetta var rafmögnuð stemmning upp á efstu svalir. Og að vissu leyti eins og tímavél þar sem áhorfendur og hljómsveitin runnu saman í eina gleðilega heild,“ segir hann og bætir við: 
„Það var mikil orka sem losnaði úr læðingi við það að finna fyrir 1.200 manns í salnum mikil spilagleði hjá hljómsveitinni sem fór á flug. Það var gaman að spila á rafmagnað sellóið og taka svo akústíks lög með flyglinum. Það var eins og við hefðum aldrei hætt að spila saman,“ segir hann. 
Ertu kominn aftur um borð? 
„Að minnsta kosti á laugardaginn kemur í Hofi á Akureyri, sjáum svo til,“ segir hann. 
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Eyþór Ingi, Andrea Gylfadóttir og Eiður Arnarsson.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Eyþór Ingi, Andrea Gylfadóttir og Eiður Arnarsson. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Andrea Gylfadóttir og Ólafur Hólm.
Andrea Gylfadóttir og Ólafur Hólm. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Það var einstök stemning í salnum.
Það var einstök stemning í salnum. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Eyþór Arnalds hefur engu gleymt.
Eyþór Arnalds hefur engu gleymt. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Kjartan Valdemarsson spilar hér á hljómborð.
Kjartan Valdemarsson spilar hér á hljómborð. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Andrea Gylfadóttir.
Andrea Gylfadóttir. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál