Kristján Þór og Gunna Dís í sitthvora áttina

Kristján Þór Magnússon og Guðrún Dís Emilsdóttir, eða Gunna Dís eins og hún er kölluð, hafa farið hvort í sína áttina. Kristján Þór, sem er sveitarstjóri í Norðurþingi, tilkynnti samstarfsmönnum sínum fyrir stuttu að breytingar væru að verða á hans högum.

Kristján Þór og Guðrún Dís fluttust til Húsavíkur þegar hann tók við starfi sveitarstjóra, en Gunna Dís hafði getið sér gott orð hjá RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. 

Gunna Dís hyggst flytja aftur til Reykjavíkur og vonandi tekur hún upp þráðinn að nýju í fjölmiðlunum. Kristján Þór hefur verið í leyfi, en tjáði starfsmönnum sínum að hann hlakkaði til að koma aftur til starfa um áramót.

Smart­land ósk­ar þeim góðs geng­is í öldugangi lífsins! 

mbl.is