Glúmur og Lína Rut hætt saman

Glúmur Baldvinsson og Lína Rut Wilberg eru hætt saman.
Glúmur Baldvinsson og Lína Rut Wilberg eru hætt saman.

Myndlistarkonan Lína Rut Wilberg og Glúmur Baldvinsson oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins eru hætt saman. Smartland greindi frá því í mars á þessu ári að þau hefðu ruglað saman reytum og sagði Glúmur í færslu á facebook að hann væri svo lánsamur að loksins hefði kona viljað hann. 

Vel hefur gengið hjá Línu Rut í myndlistinni síðustu ár en risastórt verk eftir hana er til dæmis til sýnis í Gallerí Fold um þessar mundir. Þar mætast litir og form af mikilli dýpt og fegurðin er allt um kring. 

Nú er hinsvegar komið að leiðarlokum í þessu sambandi og halda þau hvort í sína áttina. Smartland óskar þeim góðs gengis.

mbl.is