Rikka og Kári gengu í það heilaga

Friðrika Hjördís Geirsdóttir er gift kona.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir er gift kona. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir gekk í hjónaband í október með Kára Hallgrímssyni stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingabankans J.P. Morgan. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, birti brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum sínum í gær. 

„02.10.2021,“ skrifaði Rikka sem gefur til kynna að þau hafi gengið í hjónaband þann 2. október. Hjónin giftu sig í ensku sveitinni Cotswold og birti hún rómantískar svarthvítar myndir úr brúðkaupinu. 

Rikka og Kári byrjuðu saman árið 2019 og skömmu síðar flutti Rikka út til London þar sem Kári starfar.

Smartland óskar hjónunum til hamingju með ástina. 

mbl.is