Brúðkaups Björgvins og Monu á forsíðu Se og Hør

Nýjasta forsíðan af hinu norska Séð og heyrt. Björg­vin Þor­steins­son …
Nýjasta forsíðan af hinu norska Séð og heyrt. Björg­vin Þor­steins­son og Mona Grudt prýða forsíðuna. Skjáskot/Instagram

Hinn íslenski Björg­vin Þor­steins­son gekk í hjónaband með norsku stjörnunni Monu Grudt fyrr á þessu ári. Norska fegurðardrottningin er fræg í heimalandi sínu og eru hjónin á forsíðu Séð og heyrt í Noregi um helgina. Í blaðinu eru meðal annars myndir úr brúðkaupsveislu þeirra. 

Á forsíðunni er mynd af Björgvini kyssa Monu sem er glæsileg í hvítum brúðarkjól. Á forsíðunni kemur fram að Mona hafi farið að gráta vegna þess að henni var komið á óvart. Í blaðinu kemur einnig fram að dóttir Monu hafi verið brúðarmeyja. Inni í blaðinu er mynd af Monu og Björgvini dansa brúðardansinn en þau elska bæði að dansa. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samband þeirra Björgvins og Monu ratar í norska slúðurblaðið. Árið 2019 var Mona til að mynda í viðtali við blaðið þar sem hún talaði um brúðkaupsáform þeirra Björgvins. 

Grudt er eina norska kon­an sem hef­ur unnið titil­inn Miss Uni­verse en það var árið 1990. Hún er með marga fylgj­end­ur á sam­fé­lags­miðlum, eig­in rás á Youtu­be og tíður gest­ur í norsk­um fjöl­miðlum.

View this post on Instagram

A post shared by Se og Hør (@seoghoer)

mbl.is