Margrét og Ari Edwald hætt að hittast

Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir og Ari Edwald fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir og Ari Edwald fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar. Ljósmynd/Samsett

Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir og Ari Edwald fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar eru hætt að hittast. Hún var áður gift Skúla Mogensen fyrrverandi forstjóra WOW air, en Ari var áður kvæntur Gyðu Dan Johansen jógakennara. Margrét og Ari hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi, hvort á sínum vettvanginum. 

Smartland greindi frá því í vor að Margrét og Ari hafi notið lífsins saman á sveitahóteli. Í sumar voru þau á ferð og flugi en svo haustaði í sambandinu. 

Nú eru þau hinsvegar farin í sitthvora áttina eins og gengur og gerist í lífsins ólgu sjó.

mbl.is

Bloggað um fréttina