Jóhannes Þór opnar sig um tvíkynhneigðina

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, opnar sig um tvíkynhneigð sína í viðtali við Gay Iceland. Jóhannes sem er kvæntur maður kom út úr skápnum fyrir þremur árum. 

Jóhannes segir í viðtalinu að hann vonist til þess að saga hans hjálpi öðrum mönnum til þess að vera stoltir tvíkynhneigðir menn. „Við vitum að það eru tvíkynhneigðir menn þarna úti,“ segir Jóhannes en bendir jafnframt á að þeir sé ekki allir sýnilegir. 

Hann telur að tvíkynhneigt fólk eigi almennt erfitt með að koma út úr skápnum og hljóta samþykki en að samfélagið eigi þó auðveldara með að samþykkja konur sem eru tvíkynhneigðar. „Ég held að þetta sé öðruvísi fyrir tvíkynhneigða karla en konur,“ segir Jóhannes. Hann telur auðveldara fyrir gagnkynhneigða menn að setja sig í spor kvenna sem heillast að öðrum konum en karla sem laðast að öðrum karlmönnum.

Það tók Jóhannes tíma að átta sig á hvar hann átti heima. „Frá því ég var 19 eða 20 ára, í gegnum háskóla og svo áfram [...] Það tók mig næstum því tíu ár að átta mig, bara að skilja hvað tvíkynhneigð væri. Er ég gagnkynhneigður maður sem er bara líka hrifinn af öðrum mönnum, eða? Hvað þýðir tvíkynhneigð? Er það annaðhvort eða?“

Viðbrögðin voru mismunandi þegar hann kom út úr skápnum. Margir spurðu hvort hann og eiginkona hans væru að skilja en móðir hans hafði áhyggjur af vinnunni hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál