Ástrós og Adam flutt saman

Adam Karl Helgason og Ástrós Traustadóttir eru flutt inn saman.
Adam Karl Helgason og Ástrós Traustadóttir eru flutt inn saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir og kærasti hennar Adam Karl Helgason eru flutt inn saman. Ástrós greindi frá þessu fyrir helgi en opinberuðu sambandið fyrr á þessu ári. 

Ástrós hefur verið áberandi í dansheiminum undanfarin ár en hún var meðal annars í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2. Adam er framkvæmdastjóri CityBike Ehf og Zolo Iceland.

Ástrós hefur sýnt frá flutningunum á Instagram undanfarna daga og einnig löngum Ikea-ferðum.

mbl.is