Hver er Kona ársins 2021 að þínu mati?

2021 var ekkert venjulegt ár. Það var ár áskorana þar sem veira setti svip sinn á samfélagið í heild sinni. Þetta var ár sigra og sorga, hæða og lægða og í raun alls þar á milli. Í tilefni af 10 ára afmæli Smartlands Mörtu Maríu verður Kona ársins valin í fyrsta skipti. Lesendur geta tilnefnt þá manneskju sem þeim finnst verðskulda að bera þennan titil. 

Það er ekki til nein ein uppskrift að Konu ársins. Kona ársins er manneskja sem hefur skarað fram úr, sem hefur sett lit á samfélagið og gert það að betri stað. Kona ársins er konan sem er alltaf til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Hún kann að setja mörk, getur hlustað, framkvæmt og verið þannig fyrirmynd fyrir okkur hinar.  

mbl.is