Miss World frestað vegna smits

Hugrún Birta Egilsdóttir keppir fyrir Ísland í Miss World.
Hugrún Birta Egilsdóttir keppir fyrir Ísland í Miss World.

Fegurðarsamkeppnin Miss World átti að fara fram í dag á Puerto Rico. Hennar hefur verið frestað vegna smits sem kom upp í hópnum. Hugrún Birta Egilsdóttir er fulltrúi Íslands í keppninni og var hún búin að undirbúa sig vel til þess að taka þátt í kvöld. Hún er á heimleið. Linda Pétursdóttir umboðsaðila Wiss World á Íslandi var á leiðinni til Puerto Rico en hætti við för þangað þegar hún sá í hvað stefndi. 

„Mér finnst ákvörðunin vera rétt hjá Juliu Morley eiganda Miss World, sem hefur heilsu keppanda og starfsmanna keppninnar í forgangi,“ segir Linda Pétursdóttir sem eitt sinn var Ungfrú heimur eða 1988. 

Hvernig munuð þið bregðast við?

„Við bregðumst vel við þessu og hlökkum til að fara utan aftur þegar keppnin verður loks haldin, innan 90 daga,“ segir Linda og kemur því að Hugrún sé mjög róleg yfir þessu. 

„Hugrún er svo einstök og yfirveguð og hún tekur þessu mjög vel. Hún býr yfir staðfestu, seiglu og er jarðbundin, sem er góð blanda til að takast á við krefjandi verkefni. Hún hlakkar til að koma heim og halda jólin eftir einstakt ævintýri síðastliðinn mánuð í Puerto Rico.“

Kemur þetta ekki öllu í uppnám?

„Eflaust eru einhverjir í uppnámi en við tökum þessu með stóískri ró og stöndum með þessari ákvörðun Miss World.“

Linda Pé.
Linda Pé. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál